Innlent

„Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“

Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið."

Hann segir fréttirnar koma sér mjög á óvart. „Þetta er með því lygilegasta sem ég hef heyrt lengi. Það var Ólafur F. Magnússon sem myndaði þennan fráfarandi meirihluta og svo gerist þetta."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×