Innlent

Lögreglan neitar því að símar hafi verið hleraðir

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.
Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn neitar því að símar vöruflutningabílstjóra hafi verið hleraðir áður en þeir hófu mótmæli á Suðurlandsvegi í gær.

Bílstjórarnir héldu því hins vegar fram í gær að þetta hefði verið gert. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er lögreglu heimilt að hlera síma ef að rökstuddur grunur er um að fyrir liggi afbrot.

Hæstaréttarlögmaður sem Vísir talaði við segir þó að brot vöruflutningabílstjóra séu ekki nægjanlega alvarleg til þess réttlæta símhlerun, nema að ljóst hafi verið að heilsu manna hafi verið stofnað í hættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.