Innlent

Segist hafa komist í skjöl með klækjum

Guðjón Helgason skrifar

Talsmaður niðurhalsvefsins Viking Bay segist með klækjum hafa komist í málsskjöl Samtaka myndréttarhafa á Íslandi vegna rannsóknar á ólöglegu niðurhali á síðunni. Hann hafi síðan varað félaga sína við. Þetta segir framkvæmdastjóri samtakanna rangt.

Á deilivefnum The Viking Bay hefur mátt finna höfundarréttarvarið efni á borð við íslenska sjónvarpsþætti og tónlist.

Á Torrent Freak, fréttavefsíðu um ólöglegu niðurhal, er fjallað um samskipti Unnars Geirs Ægissonar, talsmanns Viking Bay, og Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Smáís, Samtaka myndréttarhafa á Íslandi. Unnar Geir mun hafa gefið sig fram við Snæbjörn í síðasta mánuði og sagst geta útvegað honum upplýsingar um aðstandendur síðunnar. Hann væri einnig reiðubúinn til að bera vitni gegn þeir yrði mál höfðað.

Þetta hafi hann gert til að komast í gögn Smáís vegna rannsóknar á síðunni. Þau hafi Snæbjörn sýnt honum og Unnar Geir þannig geta lekið upplýsingum í félaga sína svo þeir gætu varið sig.

Snæbjörn segir það rangt að Unnar Geir hafi fengið að sjá gögn hjá Smáís en hann hafi látið samtökunum í té upplýsingar sem gagnist við rannsókn málsins.

Unnar Geir situr hins vegar fastur við sína frásögn og segist hafa fengið að sjá tvær fullar möppur hjá Smáís. Hann hafi varað félaga við. Einn hafi verið kallaður til yfirheyrslu nýlega og sá hafi því verið vel undirbúinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.