Innlent

Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir

Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu.

Mikill hiti er í fólki og segja sjónarvottar að táragasi hafi verið beitt til að reyna að dreifa mannfjöldanum. Hljóðkerfi, kaplar og fleiri tæki til útsendingarinnar hafa verið eyðilögð. Starfsfólk Stöðvar 2 á staðnum segir skemmdirnar hlaupa á milljónum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×