Innlent

Heilsuhælið rýmt - Neyðartjöldum komið fyrir við Hótel Örk

Heilsuhælið á Hveragerði var rýmt í dag skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Sæmundur Ingibjartsson yfirsmiður á hælinu segir að rúmlega 130 manns hafi verið á hælinu þegar skjálftinn reið yfir en enginn hafi slasast. Flestir vistmenn eru farnir til síns heima.

Sæmundur segir að miklar skemmdir hafi orðið á innanstokksmunum en ekki sé vitað um skemmdir á húsinu sjálfu. Vatsnlagnir hafi hins vegar farið í sundur.

Berglind Sigurðardóttir íbúi við Heiðarbrún í Hveragerði segir að allt sé í rúst á heimili sínu. Húsin við Heiðarbrún fóru flest öll frekar illa úr skjálftanum en Heiðarbrún stendur austast í bænum, næst upptökum skjálftans. Vísir hefur rætt við nokkra íbúa við götuna og þeir hafa allir sömu sögu að segja. Allir innanstokksmunir brotnir sem brotnað gátu.

Berglind segir að verið sé að koma upp neyðartjöldum við Hótel Örk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×