Íslenski boltinn

Ásgeir Sigurvinsson besti knattspyrnumaður Íslands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgeir Sigurvinsson.

Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður Íslands. Þetta var tilkynnt í veislu sem stendur yfir á Laugardalsvelli í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar.

Það var sjö manna dómnefnd sem fékk 70% vægi í kosningunni en opin atkvæðagreiðsla sem fram fór hér á Vísi fékk 30%. Fyrst í kvöld voru kynntir þeir tíu leikmenn sem valdir voru bestir og svo fór fram kosning um þann besta.

Ásgeir varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Varð þýskur meistari árið 1984, kjörinn besti leikmaður deildarinnar það árið og varð í 13. sæti í kjöri World Soccer um besta knattspyrnumann heimsins það árið. Átti glæstan landsliðsferil og er enn í dag minnst sem einn besta leikmanns Stuttgart frá upphafi.
Landsleikir: 45/5

Þeir tíu bestu:
Albert Guðmundsson
Arnór Guðjohnsen
Atli Eðvaldsson
Ásgeir Sigurvinsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Guðni Bergsson
Ríkharður Jónsson
Rúnar Kristinsson
Sigurður Jónsson
Pétur Pétursson

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.