Innlent

Hélt að þetta væri mitt síðasta

Bergljót Davíðsdóttir
Bergljót Davíðsdóttir

Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður er búsett í Hveragerði og hún hélt að það væri hennar síðasta þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu.

"Ég hélt að ég myndi deyja. Það er það hryllilegasta sem ég hef upplifað," segir Bergljót í samtali við Vísi stuttu eftir skjálftann sem mældist 6,1 á Richter.

"Ég sat hérna í mestu makindum þegar allt fór af stað. Bókahillur hrundu og myndir duttu af veggjum. Ég flýtti mér að skríða undir dyrastaf," segir Bergljót. Hún gleðst yfir því að húsið sé í heilu lagi og að hundarnir hennar hafi tekið skjálftanum með stakri ró. "Þeir hlupu bara út og voru hinir rólegustu. en ég stend hérna enn og skelf," segir Bergljót.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×