Innlent

Þrír eða fjórir leituðu á slysadeild vegna piparúða

MYND/Stöð 2

Þrjár eða fjórar manneskjur hafa leitað á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fengið piparúða í andlitið í mótmælunum við Suðurlandsveg í morgun.

Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er úðinn ekki hættulegur en hins vegar óþægilegur og besta leiðin til þess að losna við óþægindin sé að fara í sturtu. Eftir að það sló í brýnu með lögreglu og mótmælendum í morgun beitti lögregla bæði piparúða og kylfum gegn mótmælendum til þess að reka þá af Suðurlandsvegi. Mótmælin standa enn yfir og ekkert fararsnið virðist á fólki sem stendur á bílaplani Olís við Rauðavatn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×