Innlent

„Með því grófara sem maður hefur séð“

Geir Jón Þórisson.
Geir Jón Þórisson.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að árás Ágústs Fylkissonar á lögregluþjón á fimmtudaginn var sé á meðal þeirra verstu sem hann hefur séð. Hann segir að atvikið hafi verið kært strax og að rannsókn á því sé á síðustu metrunum. Búist er við að ákæra verði gefin út á hendur Ágústi á næstu dögum.

„Þetta er með því grófara sem maður hefur séð og mjög hrottaleg árás," segir Geir Jón í samtali við Vísi, en Ágúst sló til lögreglumannsins á Kirkjusandi þegar vörubílstjórar ætluðu að sækja bíla sem teknir höfðu verið í mótmælunum við Rauðavatn á miðvikudaginn.

„Rannsókn stendur yfir en hún ætti ekki að vera flókin þar sem fjölmörg vitni voru að árásinni auk þess sem hún er til á myndbandi,"segir Geir Jón og bætir við að lögreglumaðurinn sem fyrir árásinni varð sé aumur í hálsi og nefbrotinn en það séu meiðsli sem erfitt sé að eiga við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.