Innlent

Atvinnuleysi eykst í október

Rúmlega þrjúþúsnd einstaklingar eru atvinnulausir á Íslandi í dag. Þetta eru tæplega þúsund fleiri en voru atvinnulausir að meðaltali í síðasta mánuði en þá var atvinnuleysi á Íslandi 1,3%. Á höfuðborgarsvæðinu eru 1.935 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar.

Í dag 13.október eru nákvæmlega 3.143 skráðir atvinnulausir þar af eru 1.607 karlmenn og 1.536 konur. Flestir eru skráðir á höfuðborgarsvæðinu en fæstir á Vestfjörðum eða 15 talsins.

Eins og fyrr segir var atvinnuleysi hér á landi 1,3% í september en á sama tíma í fyrra var það einungis 0,8%.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.