Innlent

Unnið að því að ná yfirsýn yfir stöðu mála

Slökkviliðsmenn setja upp tjald á Selfossi.
Mynd: Vilhelm
Slökkviliðsmenn setja upp tjald á Selfossi. Mynd: Vilhelm

Í Samhæfingarstöðinni er nú unnið að því að ná yfirsýn yfir stöðu mála á Suðurlandi.

Fáar tilkynningar hafa borist um slys á mönnum. Hins vegar er eignatjón mikið, sérstaklega í Hveragerði og nágrenni. Nú eru um 300 björgunarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á vettvangi, lögreglumenn eru um 40 og frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru 26 menn auk tækja og búnaðar.

Fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða kross Íslands eru staðsettar við Grunnskólann í Hveragerði og við Sólvallaskóla á Selfossi. Einnig er fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og í safnaðarheimilinu á Hellu. Í Hveragerði fóru lagnir víða í sundur og einnig varð neysluvatn gruggugt.

Þar sem ekki er búist við sterkum eftirskjálftum þá er íbúum óhætt að snúa heim aftur svo fremi sem húsnæði þeirra er óskemmt.

Við Grunnskólana í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka og Stokkseyri og í Hveragerði verða sett um tjöld í nótt. Þar verða björgunaraðilar á vakt og þangað geta heimamenn leitað eftir aðstoð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×