Innlent

Sjúkrahúsið á Selfossi rýmt

Lögreglumaður fer með gamla konu útaf sjúkrahúsinu fyrir stundu.
Lögreglumaður fer með gamla konu útaf sjúkrahúsinu fyrir stundu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið rýmd vegna hættu á öðrum stórum skjálfta. Verið er að fara með fólk út í rútur en flestir halda þó ró sinni.

Stórar sprungur eru komnar í gömlu bygginguna og er fyrst og fremst um varúðarráðstafnir að ræða því búist er við öðrum stórum skjálfta.

„Við erum býsna róleg," sagði stúlka á símanum á sjúkrahúsinu.

Aðallega er verið að fara með eldra fólk út í rúturnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×