Innlent

Gæti átt ársfangelsi yfir höfði sér

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

Maðurinn sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í dag gæti átt yfir höfði sér allt að eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Árásin er að sögn lögfræðings brot gegn valdstjórninni og líkamsárás.

Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, hafði ekki séð mynbandið af árásinni en miðað við lýsingar þykir honum líklegt að um óskilorðsbundið fangelsi í hálft til eitt ár sé að ræða verði árásin kærð. Þá fer lengd dómsins einnig eftir því hvort og hve langan sakaferil maðurinn á að baki.

Friðrik Smári Björgvinsson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglumaðurinn sem fyrir árásinni varð hafi farið á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsl hans eru ekki alvarleg en hann er mögulega nefbrotinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.