Innlent

Lögreglan er að biðja um stríð

Sturla Jónsson vörubílstjóri
Sturla Jónsson vörubílstjóri

Vörubílstjórar mótmæltu fyrir utan Bessastaði fyrir stundu og gengu mótmælin vel að sögn Sturlu Jónssonar þar til lögreglan byrjaði að taka myndir af bílstjórunum. Hann segir að ákveðið samkomulag hafi verið í gildi sem lögreglan hafi brotið.

„Þetta gekk fínt þar til lögreglan byrjaði að taka myndir af mönnum, þeir haga sér eins og smákrakkar," segir Sturla sem staddur var skammt frá Bessastöðum þegar Vísir náði af honum tali.

Hann segir vörubílstjóra og lögregla hafa tekist í hendur um að mótmælin yrðu friðsæl. Þeir ætluðu að keyra á löglegum hraða þarna í gegn og fara tilbaka strax aftur.

„Þeir voru með tvo bíla fulla af sérsveitarmönnum og á endanum eru þeir bara að biðja um stríð," segir Sturla og bætir við að lítið hefði þurft til þess að syði uppúr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×