Innlent

Myndband: Vísir vitni að Vítisenglahandtöku

Vísir var við landganginn þegar Vítisenglarnir komu með seinni vélinni frá Osló í kvöld. Vélin lenti klukkan 18:26 og voru hátt í 50 lögreglumenn sem tóku á móti hópnum. Vísir náði upp á myndband þegar einn Vítisenglanna var leiddur á brott í lögreglufylgd.

Sá sem lögreglan leiddi á brott sýndi engan mótþróa og var hinn rólegasti. Var hann merktur samtökunum en fleiri meðlimir voru á bak við í haldi lögreglu.

Vítisenglarnir tólf sem handteknir voru í seinni vélinni komu ekki upp landganginn eins og aðrir farþegar vélarinnar heldur voru strax leiddir inn á afgirt svæði. Einn farþegi vélarinnar undraði sig á viðbúnaðinum og sagði engin læti hafa verið um borð vélarinnar.

Víkingasveitin var í öllum sínum skrúða á afgirtu svæði og drakk kaffi á meðan beðið var eftir Vítisenglunum. Allt var þó með hinu rólegasta og virtustu fíkniefnahundarnir pollrólegir líkt og kollegar þeirra í lögreglunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×