Innlent

Vísir sýnir beint frá komu Hells Angels til Íslands

Jón Trausti Lútherson forsprakki Fáfnismanna var handtekinn síðast þegar Hells Angels reyndu að komast inn í landið.
Jón Trausti Lútherson forsprakki Fáfnismanna var handtekinn síðast þegar Hells Angels reyndu að komast inn í landið.

Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag er hópur Hells Angels manna frá Noregi væntanlegur til Íslands í dag. Hópur Fáfnismanna er á Keflavíkurflugvelli til þess að taka á móti mönnunum. Gert er ráð fyrir að lögreglan verði með töluverðan viðbúnað á Leifsstöð vegna þessa.

Vísir er á staðnum og er hægt að horfa á beina útsendingu frá Leifsstöð með því að smella hér 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×