Lífið

Kalli í Pelsinum kaupir eyju

Karl og kona hans Ester Ólafsdóttir sjást hér ásamt sonardóttur sinni Júlíu Dagbjörtu sem mun án efa skemmta sér vel á eyjunni sem afi hennar og amma hafa keypt.
Karl og kona hans Ester Ólafsdóttir sjást hér ásamt sonardóttur sinni Júlíu Dagbjörtu sem mun án efa skemmta sér vel á eyjunni sem afi hennar og amma hafa keypt. MYND/HÖRÐUR

Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, hefur fjárfest í eyju á Breiðafirði. Í samtali við Vísi vildi Karl ekki gefa upp nafnið á eyjunni en sagðist lengi hafa haft augastað á Breiðafirðinum.

"Breiðafjörðurinn er mjög fallegur og umhverfið einstakt. Ég er mikið náttúrubarn og við fjölskyldan ætlum að reyna að eiga samverustundir á eyjunni," segir Karl.

Hann hyggst ekki flytja búferlum en segir þó fyrirhugað að reisa þar hús. "Mig hefur lengi dreymt um þetta og fyrst um sinn ætla ég bara að eiga hana," segir Karl.

Þar með fetar hann í fótspor ekki ómerkari athafnamanns en Sigurjóns Sighvatssonar sem á eyjuna Arney á Breiðafirðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×