Innlent

Bragi Þorfinnsson er efstur á Íslandsmótinu í skák

Alþjóðlegi meistarinn í skák, Bragi Þorfinnsson, er efstur með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmótsins í skák - Skákþings Íslands, sem fram fór í gærkvöldi en Bragi sigraði Róbert Harðarson.

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson sóttu ekki gull í greipar andstæðinga sinna en báðir máttu þeir sætta sig við jafntefli. Hannes gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson en Þröstur við Snorra G. Bergsson. Hannes, Þröstur og Stefán Kristjánsson eru í 2.-4. sæti með 1,5 vinning.

 

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru efstar og jafnar með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Íslandsmóts kvenna, sem einnig fór fram í gærkvöldi.

 

Taflmennskan hefst á ný í dag kl. 17 en teflt er í skákhöllinni Faxafeni 12. Styrktaraðili mótsins er Orkuveita Reykjavíkur

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×