Innlent

Kristín A. Árnadóttir stýrir framboði Íslands til Öryggisráðsins

Kristín A. Árnadóttir er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Syracuse University í Bandaríkjunum.
Kristín A. Árnadóttir er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Syracuse University í Bandaríkjunum. MYND/Stjr

Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Kristínu A. Árnadóttur, skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur, til að stýra framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kosningar fara fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að Kristín hafi á undanförnum árum verið í forystu fyrir alþjóðasamskipti borgarstjóra og er nú í stjórn Evrópusamtaka borga gegn fíkniefnum. Þá stýrir hún nú opinberri heimsókn borgarstjóra til Moskvu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hefur veitt Kristínu leyfi frá störfum á meðan hún sinnir verkefninu fyrir utanríkisráðuneytið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.