Innlent

Kirkjan gengur ekki í takt með þjóðinni

Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni.

Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. Óskar H. Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju er afar ósáttur við niðurstöðu gærdagsins.Hann segir niðurstöðuna vonbrigði.

 

 

Þeir sem vilja hag samkynhneigðra sem mestan fóru fram á að atkvæðagreiðslan yrði leynileg en því var hafnað. Óskar telur ekki ólíklegt að fleiri hefðu sagt já í gær ef atkvæði hvers og eins hefði ekki verið opinbert.

 

 

Hann segir marga hafa viljað leynilega kosningu þar sem þetta væri viðkvæmt mál og fólk ekki tilbúið að segja hvar það standi. Á það var ekki fallist.

„Ég tel að það hafi skipt máli, þótt það hafi kannski ekki verið úrslitaatriði," sagði Óskar og bætti við „Við erum enn að takast á um þetta innan stéttarinnar og það er viðkvæmt að segja sína skoðun."

 

Kirkjan er því klofin í tvennt í þessu máli. En hvað segir séra Óskar um þau rök sem komið hafa frá öðrum prestum um að íslenska þjóðkirkjan hefði brotið lög við aðrar kirkjur hefði hún sagt já við hjónabandi samkynhneigðra?

Þótt friðsælt hafi verið á yfirborðinu þegar prestar komu saman í Húsavíkurkirkju, mun það ekki hafa verið raunin þegar prestar kusu um þetta efni. Menn telja að fordómar hafi fengið að vaða uppi hjá sumum og það hafi verið ástæða þess að fjölmiðlum hafi ekki verið hleypt að samkomunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira