Innlent

Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum

MYND/E.Ól

Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu féllst fjármálaráðhherra á að Þórður hætti þann 10. apríl og hefur Sigurður G. Thoroddsen, lögfræðingur hjá Lánasýslu ríkisins, verið skipaður til þess að gegna starfi forstjóra Lánasýslu ríkisins á tímabilinu 11. apríl til 1. ágúst næstkomandi.

Í samtali við fréttastofu sagði Þórður að hann væri að hætta til þess að taka við starfi sem forstöðumaður fjármögnunar hjá nýstofnuðum fjárfestingarbanka, Askar Capital.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.