Innlent

Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum

MYND/E.Ól

Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu féllst fjármálaráðhherra á að Þórður hætti þann 10. apríl og hefur Sigurður G. Thoroddsen, lögfræðingur hjá Lánasýslu ríkisins, verið skipaður til þess að gegna starfi forstjóra Lánasýslu ríkisins á tímabilinu 11. apríl til 1. ágúst næstkomandi.

Í samtali við fréttastofu sagði Þórður að hann væri að hætta til þess að taka við starfi sem forstöðumaður fjármögnunar hjá nýstofnuðum fjárfestingarbanka, Askar Capital.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×