Innlent

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson er nýr formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson er nýr formaður KSÍ.

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Geir hlaut alls 73% atkvæða, Jafet 24,5% en Halla ekki nema 2,5%. Enginn þingfulltrúa skilaði auðu og ekkert atkvæði var ógilt.

Geir Þorsteinsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri KSÍ síðustu ár og verið mjög virkur í starfsemi sambandsins frá unga aldri. Hann hafði tilkynnt að hann hygðist láta af starfi framkvæmdastjóra, hvernig sem úrslit kosninganna í dag yrðu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.