Innlent

Fjarskiptasamband Háskóla Íslands rofnar ekki

Rannsóknar- og háskólanet Íslands er meðal þeirra sem nota CANTAT-3 sæstrenginn.
Rannsóknar- og háskólanet Íslands er meðal þeirra sem nota CANTAT-3 sæstrenginn. MYND/Gunnar

Fjarskiptasamband Háskóla Íslands, Landspítala-háskólasjúkrahús og annarra stofnana rofnar ekki á meðan viðgerð stendur yfir á CANTAT-3 sæstrengnum.

Rannsóknar- og háskólanet Íslands er meðal þeirra sem nota CANTAT-3 sæstrenginn en umferð um strenginn verður stöðvuð í kvöld vegna viðgerðar og ekki verður opnað fyrir hana aftur fyrr en eftir tíu daga. Útlit var því fyrir að þeir aðilar sem tengdir eru netinu í gegnum CANTAT-3 yrðu án fjarskiptasambands á þessum tíma. Búið er hins vegar að ganga frá samningi við Vodafone sem tryggir netsamband um FARICE strenginn á meðan á viðgerð stendur.
Fleiri fréttir

Sjá meira