Innlent

Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum

Ein langreyðanna á bakkanum í Hvalfirði í haust.
Ein langreyðanna á bakkanum í Hvalfirði í haust. MYND/Vilhelm
Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað.

Erfitt sé að segja hversu stór hluti hvalanna hafi verið urðaður en langreyður sé oft á bilinu 50-80 tonn að þyng og því megi áætla að hvalirnir sem veiddust hafi verið samtals 350-560 tonn að þyngd. Hafi það verið raunin hafi um þriðjungur til helmingur hvalanna verið urðaður í Fíflholtum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×