Innlent

Tveir kvenkyns ökukennarar

Fyrstu konurnar hafa útskrifast með kennsluréttindi á bifhjól.
Fyrstu konurnar hafa útskrifast með kennsluréttindi á bifhjól. Mynd/aá

Tvær konur útskrifuðust með kennsluréttindi á bifhjól nýlega og eru þær fyrstu hérlendis til að ná þessum áfanga. Námið fór að mestu fram í Danmörku þar sem aðstaða til slíkrar kennslu er með því besta sem þekkist.

Námið er á vegum stofnunar Kennaraháskóla Íslands, Símenntun-Rannsóknir-Ráðgjöf, og tekur rúmlega viku. Alls luku 21 ökukennari námi. Það er von aðstandenda námsins sem og hinna nýútskrifuðu kennara að ný viðhorf og nýjar kennsluaðferðir sem þeir kynntust í námi sínu erlendis komi til með að nýtast vel við bifhjólakennslu hérlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×