Innlent

Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna

Fyrir um mánuði funduð Framsóknarmenn í kjördæminu og þá lýsti Hjálmar yfir stuðningi við það að Guðni leiddi áfram listann.
Fyrir um mánuði funduð Framsóknarmenn í kjördæminu og þá lýsti Hjálmar yfir stuðningi við það að Guðni leiddi áfram listann. MYND/Gunnar

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu.

Hjálmar lýsti því yfir í morgun að hann sæktist eftir fyrsta sætinu líkt og Guðni sem leitt hefur listann í kjördæminu síðustu árin. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst því yfir á kjördæmisráðsþingi á Reykjanesi að hann ætlaði að bjóða sig fram í annað sætið. Hjálmar lýsti jafnframt yfir stuðningi við Guðna og sagði mikilvægt að ráðherra og varaformaður flokksins fengi góða kosningu.

Guðni óttast ekki framboð Hjálmars enda telji hans sig hafa góðan stuðning í kjördæminu en hann leitt flokkinn í kjördæminu síðustu átta árin. Guðni vonast til að flokkurinn komi sterkur út úr prófkjörinu sem haldið verður 20. janúar næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×