Innlent

Hjálmar Árnason fer gegn Guðna Ágústssyni

Stuðningsmenn afhenda Hjálmari undirskrifalistana.
Stuðningsmenn afhenda Hjálmari undirskrifalistana. MYND/Víkurfréttir

Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, í efsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta nú laust fyrir hádegi.

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins fékk í morgun afhenta undirskriftalista þar sem hann er hvattur til að sækjast eftir efsta sæti listans. Samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu eru framsóknarmenn aðeins með einn mann inni í Suðurkjördæmi og er greint frá því á vef Víkurfrétta að Suðurnesjamenn líti svo á að þeirra maður eigi að berjast um það sæti í komandi prófkjöri flokksins eftir áramót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×