Innlent

Lestarslys í Kárahnjúkavirkjun

Eldri mynd frá öðru slysi í Káranhjúkavirkjun.
Eldri mynd frá öðru slysi í Káranhjúkavirkjun. MYND/Impregilo

Þrír menn slösuðust í járnbrautarslysi í aðgöngum eitt, í Kárahnjúkavirkjum um kl. 23 í gærkvöldi. Einn hlaut heilahristing og tveir skáurst og urðu fyrir hnjaski. Þeir voru fluttir til Akureyrar í morgun til frekari aðhlynningar og rannsókna, en sá með heilahristinginn á að jafna sig í vinnubúðunum.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður lestar virti ekki viðvörunarljós og ók á aðra lest, með þessum afleiðingum. Lestirnar eru þó báðar ökufærar eftir slysið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×