Innlent

Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði.

Tveir menn hafa lagt fram kæru á Höfn í Hornafirði á hendur hópi unglingspilta vegna ofbeldisárásar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Fréttastofa útvarps greindi frá þessu í kvöld. Mennirnir tveir eru nýfluttir til Hornafjarðar og segir lögreglan það því miður ekki einsdæmi að nýbakaðir Hornfirðingar fái óblíðar móttökur á nýja staðnum.

10 unglingspiltar réðust að mönnunum tveimur með höggum og spörkum og voru mennirnir illa marðir og með glóðaraugu, en þó óbrotnir. Þeir yngstu í hópi árásarmannanna eru 16 ára en aðrir eru komnir yfir tvítugt. Að sögn RÚV er þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan þarf að hafa afskipti af þessum tiltekna unglingahópi.

Auk lögreglu mun félagsmálastjóri sveitarfélagsins láta til sín taka í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×