Innlent

Tæplega helmingur telur veiðar hafa neikvæða áhrif á ferðaþjónstu

Fyrsta langreyðurin verkuð í Hvalstöðinni í Hvalfirði í október.
Fyrsta langreyðurin verkuð í Hvalstöðinni í Hvalfirði í október. MYND/Vilhelm

Tæplega helmingur þjóðarinnar telur að hvalveiðar í atvinnuskyni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir dýraverndunarsamtökin International Fund for Animal Welfare.

Könnunin var gerð eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar í atvinnuskyni í byrjun október en þegar er búið að veiða sjö langreyðar og eina hrefnu af útgefnum kvóta. Hún sýnir að 48 prósent Íslendinga telji að hvalveiðarnar hafi annaðhvort neikvæð eða mjög neikvæða áhrif á ferðaþjónustu, tæp 40 prósent telja að veiðarnar hafi hvorki neikvæð né jákvæð áhrif en rúm 12 prósent telja að þær hafi jákvæð áhrif.

Segir í tilkynningu frá dýraverndunarsamtökunum að ef aðeins eru teknir þeir sem taki afstöðu í málinu komi í ljós að 79,7 prósent landsmanna telja ákvörðunina um að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni neikvæða fyrir ferðaþjónustuna.

Dýraverndunarsamtökin IFAW benda á að fólk í ferðaþjónustu bæði utan lands og innan hafi lýst yfir miklum efasemdum um veiðarnar og talið þær hafa áhrif á ferðamannastraum hingað til lands. Þegar hafi útlendingar afpantað hvalaskoðunarferðir hingað til lands. Hvetur IFAW íslensk stjórnvöld til að hætta við atvinnuveiðar á hval þar sem andstaða við þær séu miklar á alþjóðavettvangi og sömuleiðis hér á landi,



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×