Innlent

Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni

Valdimar L. Friðriksson.
Valdimar L. Friðriksson. MYND/E.Ól.

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi.

Valdimar kom inn á þing á síðasta ári en hann hafði verið varaþingmaður frá árinu 2003.

Valdimar tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og náði ekki kjöri í eitt af efstu átta sætunum. Samfylkingin fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Valdimar segir slæmt gengi sitt í prófkjörinu vera ástæðuna en hann er ósáttur við þá leið að nota prófkjör við val á lista flokka. Valdimar segir ekki ákvörðunar að vænta frá honum um hvert hann stefni í pólitík fyrr en eftir áramótin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×