Innlent

Samúel Örn í 2. sæti í Kraganum

 

Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á aukakjördæmisþingi framsóknarfélaganna á Seltjarnarnesi nú fyrir hádegi.

 

Fjórir sóttust eftir kjöri í annað sætið og eftir fyrstu umferð skildu 16 atkvæði á milli Samúels Arnar og Unu Maríu Óskarsdóttur. Seinni umferð fór fram rétt fyrir hádegi og fékk Samúel þá 148 atkvæði en Una María 90. Hún og Gísli Tryggvason gáfu sig síðan fram í 3. sætið ásamt Hlini Melsteð Jóngeirssyni og náði Una María kjöri í 3. sætið með 139 atkvæðum. Gísli Tryggvason verður í fjórða sæti.

Kosið er í dag um sex efstu sætin á þinginu en Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sækist ein eftir forystusætinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×