Innlent

Segir að stórlega hafi dregið úr pöntunum

Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að fjórðung síðan hvalveiðar hófust.

Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Times í morgun. Talsmaður skrifstofunnar Clive Stacy, segir að ekki sé mikið um afpantanir heldur hafi dregið stórlega úr nýjum pöntunum, miðað við áætlanir.

Þær hafi gert ráð fyrir 50 til hundrað prósenta aukningu, segir hann, en rökstyður þá sprengingu ekki nánar. En miðað við heldur færri pantanir nú en verið hefur er samdrátturinn gríðarlegur miðað við spár um aukningu.

Times segir að ferðsskrifstofan sé ein sú umsvifamesta í Bretlandi á Íslandsferðum. Samkvæmt athugun fréttaastofunnar flutti hún sjö þúsund Breta hingað til lands í fyrra en þá komu hingað samtals 51 þúsund bretar.

Og fleira af þessum vettvangi: Umhverfisverndarsinnar hafa líka sett upp vefsíðu á Ebay þar sem þeir reyna að safna fyrir andvirði hvals og kaupa hann áður en hann verður veiddur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×