Innlent

Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar

Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því veiðar mí atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það.

Að sögn Konráðs er mikil gleði meðal skipverja með fenginn og hann segir að reiknað sé með að kjötið verði selt til Japans. Konráð segir enn fremur að skipverjar hafi séð fjölmargar hrefnur í túrnum. Nú þegar hafa fimm langreyðar verið veiddar af þeim níu sem sjávarútvegsráðherra gaf leyfi fyrir en hins vegar voru leyfðar veiðar á 30 hrefnum í atvinnuskyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×