Innlent

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, afsagnarbréf sitt.
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, afsagnarbréf sitt.

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Í afsagnarbréffi sem Halldór afhenti Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis í dag segir Halldór m.a. að síðan hann var fyrst kjörinn á Alþingi sumarið 1974 hafi hann átt gott samstarf við fjölda fólks á vettvangi þingsins.

"Ég kveð Alþingi því með söknuði en er jafnframt afar þakklátur öllu því fólki sem ég hef haft tækifæri til að kynnast og starfa með. Ég færi núverandi alþingismönnum og starfsfólki Alþingis sérstakar þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Ég óska Alþingi, alþingismönnum og starfsfólki þingsins allra heilla í framtíðinni," segir Halldór í bréfi Halldórs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×