Innlent

Margrét fer í leyfi á launum

Margrét Sverrisdóttir er sátt við niðurstöðu miðstjórnar-fundar Frjálslynda flokksins, en samkvæmt henni fer Margrét í launað leyfi frá störfum sínum sem framkvæmdastjóri flokksins til loka landsþings flokksins, sem haldið verður hinn 27. janúar.

Aðspurð hvort hún liti á niðurstöðuna sem persónulegan sigur vildi Margrét lítið úr því gera og sagði að á fundinum hefði einfaldlega verið farið yfir málið vítt og breitt og komist að þessari niðurstöðu. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvaða embætti hún stefni á á landsþinginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.