Innlent

Játaði á sig morð við Hverfisgötu

Sá sem grunaður er um að hafa orðið ungum manni að bana í íbúð við Hverfisgötu á laugadagsmorgun hefur játað verknaðinn fyrir lögreglu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 var það ekki fyrr en í gærkvöldi sem meintur morðingi játaði verknaðinn fyrir rannsóknarlögreglumönnum. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartastað. Lögregla handtók 23 ára gamlan mann á laugardagsmorgun grunaðan um verknaðinn. Þrír aðrir voru handteknir í íbúðinni á Hverfisgötu þar sem hinn voveiflegi atburður átti sér stað en þeim var sleppt síðar sama dag. Hinn grunaði var aftur á móti úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Gunnleifur Kjartansson, lögreglufulltrúi í Reykjavík, staðfesti játninguna við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×