Innlent

Foo Fighters á Íslandi

Ísland er uppáhaldsstaðurinn okkar að spila á í heiminum, segir Dave Grohl, söngvari Foo Fighters. Tónleikar með hljómsveitinni verða haldnir í Egilshöllinni annað kvöld. Hljómsveitin Foo Fighters, er hér á vegum Reykjavík Rocks 2005 hátíðarinnar sem lýkur annað kvöld þegar hljómsveitin spilar í Egilshöllinni. Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters og söngvari, sem jafnframt er fyrrum trommari Nirvana, segir bæði nýja og gamla smelli verða spilaða og lofar góðri stemningu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands en hún kom hingað í ágúst árið 2003. Grohl segir Ísland vera uppáhaldsstað hljómsveitarinnar að koma og spila á en þeir verða hér í þrjá daga og ætla sér í hefðbundinn ferðamannatúr á næstu dögum. Fyrst ætla þeir þó að halda stuð tónleika og segjast þeir hlakka mikið til morgundagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.