Sport

Guðmundur fékk heiðursskiptingu

Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik.  Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986. Stjórn Handknattleikssambands Íslands vildi nota þetta tækifæri og heiðra Guðmund þar sem að hann lék sinn 400 landsleik á Ólympíuleikunum í Aþenu síðasta sumar.Guðmundur hóf landsliðsferil sinn fyrir 20 árum og lék sinn fyrsta landsleik á Friðarleikunum í Moskvu 1986 gegn Sóvétmönnum. Á þessum 20 landsliðsárum hefur hann leikið með Breiðablik, FH, Val, Nordhorn (Þýskalandi), Conversano (Ítalíu) og Kronau Östringen og hefur hann nýverið skrifað undir samning við Aftureldingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.