Lífið

Iron Maiden til Íslands

Breska rokkhljómsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll þriðjudaginn 7. júní. Fyrirtækið R&R flytur sveitina til landsins en að því standa Ragnheiður Hanson og Halldór Kvaran. Þau hafa áður flutt fjölda listamanna til landsins, til dæmis Metallica, David Bowie og Robbie Williams. Iron Maiden hefur starfað með hléum í um 30 ár og hélt tónleika í Laugardalshöll sumarið 1992. Nýlega var gefinn út mynddiskur með efni frá fyrstu árum sveitarinnar og er tónleikaförin nú farin til að kynna efni hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×