Innlent

Kærleikssjóður til styrktar Sogni

Stofnaður hefur verið Kærleikssjóður Sogns í minningu um Kristínu Kjartansdóttur, sem lést með sviplegum hætti árið 1947 aðeins tveggja ára gömul. Hún var fórnarlamb manns sem var veikur á geði og fékk hvergi meina sinna bót. Það er Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, móðir Kristínar, sem stofnaði sjóðinn Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni til hagsbóta fyrir sjúklinga svo sem með jólagjöfum og tækjakaupum. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur, þar af 50 þúsund króna framlag Rósar Aðalheiðar Georgsdóttur og 800 þúsund króna framlag frá Landsbankanum. Sjóðnum er ætlað að afla tekna sjálfur meðal annars með frjálsum framlögum og er almenningur hvattur til að leggja honum lið Bankareikningur sjóðsins er 010–18 –930084.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×