Innlent

Nýtt frumvarp, nýtt ráðuneyti

Nýtt fjölmiðlafrumvarp kemur ekki frá forsætisráðuneytinu eins og það síðasta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðaði í stefnuræðu sinni í gær að lagasetning um eignarhald á fjölmiðlum verði á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Það er því ljóst að fjölmiðlafrumvarp verður áfram á verkefnaskrá og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir einfalda skýringu á þessari tilfærslu. Síðasta frumvarp var svokallaður „bandormur“, það er frumvarp sem náði til bæði menntamálaráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins. Þorgerður Katrín segir að forsætisráðherra flytji yfirleitt slíkt frumvarp en það endaði eins og allir vita. Fjölmiðlaskýrslan var gerð á vegum menntamálaráðuneytsins á sínum tíma og því eðlilegt að það ráðuneyti fari yfir málin núna segir Þorgerður Katrín. Menntamálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort nýtt frumvarp verði lagt fram í vetur. „Ég held að meginmálið núna sé að vinna að þessu máli í sátt og ég vona að ég geti lagt fram tillögu þess efnis,“ segir ráðherra. Aðspurð hvort það verði í sátt við stjórnarandstöðu, fagaðila og hagsmunasamtök sem koma að fjölmiðlum segist Þorgerður Katrín fyrst ætla að sýna kollegum sínum tillöguna áður en hún fer að tala um hana í fjölmiðlum.  AFK.: sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Jóhann Hlíðar Harðarson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×