Innlent

Lögin komin í forsætisráðuneytið

Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau. Ekkert þykir þó óeðlilegt við þetta og rifjast í þessu sambandi upp að níu dagar liðu frá því að fjölmiðlalögin, sem forsetinn hafnaði að staðfesta, bárust embættinu eftir að meirihluti Alþingis hafði samþykkt þau. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið á ferðalagi á landsbyggðinni að undanförnu og meðal annars heimsótt Þingeyri og Siglufjörð. Á laugardag tekur hann formlega við embætti á ný eftir að hafa verið endurkjörinn til næstu fjögurra ára fyrr í sumar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×