Innlent

Útiloka ekki breytingar

Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. Sigurður Kári Kristjánsson segir að ekki hafi verið tekin afstaða til efnislegra breytinga á frumvarpinu. "Þannig að það er í rauninni ekki hægt segja að það verði gerð breyting en ég útiloka það ekki, alls ekki. Það getur vel verið að það verði breytingar." Undir það tekur Ásta Möller, sem sat í fjarveru Arnbjargar Sveinsdóttur í allsherjarnefnd. Hún segir: "Ég hef skilið það svo að það sé ennþá opið, þannig að mér finnst það alveg koma til greina." Bjarni Benedikssson, formaður allsherjarnefndar, segir ekkert líklegra en hitt að frumvarpið taki breytingum. "Það er ekki útilokað þar til að nefndin lýkur störfum að það verði breytingar gerðar en við höfum ekki lokið neinni slíkri skoðun." Ásta bendir á að alltaf sá möguleiki fyrir hendi að breytingar verði gerðar milli annarrar og þriðju umræðu, rétt eins og síðast. "Ég geri ráð fyrir að umræða um breytingar á frumvarpinu, ef það kemur til greina, fari þá fram á morgun þegar nefndarálit liggur fyrir." Bjarni segir ómögulegt að segja hvernig breytingar yrðu gerðar: "Það er enginn áfellisdómur yfir frumvarpi ef að það tekur breytingum í störfum þingsins."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×