Innlent

Jón Baldvin kærði ekki

Jón Baldvin Hannibalsson sagði í DV í gær að Marco Brancaccio hefði hótað að drepa bæði hann og Bryndísi Schram ef hann fengi ekki barn Snæfríðar, dóttur Jón Baldvins, afhent. Jón Baldvin segist ekki hafa kært hótanir Marcos. "Nei, ég hef ekki gert það," segir Jón Baldvin. Marco segir í DV í dag að Jón hafi nýtt stöðu sína til að láta framkvæma fíkniefnaleit á honum hjá sýslumanninum í Keflavík þegar hann kom til landsins. "Þessari paranóju hefur verið lýst í málsskjölum," segir Jón Baldvin. "Embætti sýslumanns hefur sjálft svarað þessu og vísað burt." Ítarleg umfjöllun er í DV í dag um hina harkalegu forræðisdeilu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×