Enski boltinn

Füchs sýnir að hann getur auðveldlega sparkað í NFL-deildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Christian Füchs ætlar sér í NFL.
Christian Füchs ætlar sér í NFL. mynd/skjáskot
Austurríski bakvörðurinn Christian Füchs á sér draum um að sparka í NFL-deildinni í amerískum fótbolta eftir að knattspyrnuferlinum lýkur.

„Minn metnaður er sá að verða sparkari í NFL-deildinni. Ég er ekkert að grínast með það,“ sagði Füchs ákveðinn í viðtali undir lok síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Bakvörðurinn örvfætti fékk tækifæri til að sýna hvort hann gæti virkilega sparkað í NFL-deildinni í þætti BBC um deildina sem verður sýndur á laugardaginn.

Brot úr þættinum er komið á vef BBC en þar hittir Osi Umenyiora, fyrrverandi leikmaður New York Giants og tvöfaldur Super Bowl-meistari, Füchs á æfingasvæði Leicester.

Vallarmarksstöngum var komið fyrir þannig Füchs gæti æft sig en hann fór létt með að klára 25 jarda og 40 jarda vallarmörk. Hann reyndi svo við 55 jarda vallarmark og setti boltann á milli stanganna en fyrir þá sem ekki þekkja mikið til NFL-deildarinnar er það nánast eins langt og vallarmörkin verða.

Füchs segist eiga svona 2-3 ár eftir hjá Leicester og eftir það er hann spenntur fyrir að spreyta sig í NFL-deildinni.

Þessa ótrúlegu hæfileika Füchs má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×