Viðskipti innlent

Fyrstu íslensku lénin 30 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Bandaríkjamaðurinn Jonathan B. Postel og félagar hans skráðu .is-höfuðlénið og afhentu það félagasamtökunum SURIS.
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Bandaríkjamaðurinn Jonathan B. Postel og félagar hans skráðu .is-höfuðlénið og afhentu það félagasamtökunum SURIS. Mynd/Úr safni
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Bandaríkjamaðurinn Jonathan B. Postel og félagar hans skráðu .is-höfuðlénið og afhentu það félagasamtökunum SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) og ICEUUG (Icelandic Unix Users Group) sem höfðu rekið ISnet, fyrsta vísinn að interneti á Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá Isnic.

Fyrsta nettengingin á Íslandi var við evrópska EUnet-netið að tilstuðlan starfsmanna Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Fyrstu (og elstu) .is-lénin, voru hafro.is, hi.is og os.is sem öll eru enn virk. Höfuðlénið inniheldur nú um 63.600 .is-lén og eru um 73% þeirra skráð til heimilis á Íslandi, en .is-lén má finna í yfir 100 löndum umverfis jörðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×