Fyrstu myndir frá endurfundi Love Actually birtar

17. FEBRÚAR 2017
Ritstjórnskrifar

Eins og við greindum frá fyrr í vikunni er verið að vinna í framhaldi af Love Actually, jólamyndinni vinsælu. Framhaldið er þó aðeins tíu mínútna stuttmynd en flestir af upprunalegu leikurunum koma þó fram í myndinni. 

Myndin er gerð fyrir góðgerðarsamtökin Comic Relief í Bretlandi sem nú hafa birt ljósmyndir frá tökum á myndinni. Hér fyrir neðan má sjá Liam Neeson ásamt Thomas Brodie á sama bekknum og þeir röbbuðu saman á í upprunalegu myndinni. Á myndunum má einnig sjá leikkonuna Olivia Olson sem lék Joanna en hún hefur breyst og þroskast ansi mikið frá því að kvikmyndin var gefin út.


 

MEST LESIĐ