Íslenski boltinn

Fyrstu mörkin, fyrstu stigin og fyrsti sigurinn hjá Eyjakonum í Eyjum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjakonur unnu langþráðan sigur í Eyjum í kvöld.
Eyjakonur unnu langþráðan sigur í Eyjum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Eyjakonur fögnuðu sigri á Hásteinsvellinum í fyrsta sinn í sumar þegar ÍBV-liðið vann 2-0 sigur á botnliði ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna.

Fyrir leikinn höfðu ÍBV-konur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum 1-0 og voru því ekki búnar að skora á Hásteinsvellinum í allt sumar fyrir leikinn í kvöld.

Natasha Moraa Anasi skoraði fyrra markið á 42. mínútu en varamaðurinn Lisa-Marie Woods það síðara á 77. mínútu.

Eyjaliðið fór upp í fimmta sætið með þessum sigri en það gæti breyst áður en fimmta umferðin klárast á morgun.

Skagakonur náðu í sitt fyrsta stig í síðasta leik en náðu ekki að fylgja því eftir í Eyjum í kvöld. Skagaliðið er því áfram í neðsta sæti deildarinnar.

Upplýsingar um markaskora eru fengnar frá fótbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×