Handbolti

Fyrstu konurnar sem dæma á HM karla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Systurnar eru hér að störfum á ÓL í Ríó.
Systurnar eru hér að störfum á ÓL í Ríó. vísir/afp
Nú á sér stað sögulegur viðburður á HM í Frakklandi því það er konur að dæma í fyrsta skipti á HM í karlaflokki.

Tvíburasysturnar Julie og Charlotte Bonaventura eru að dæma leik Hvíta-Rússlands og Síle sem hófst klukkan 13.00. Um leið skrifuðu þær sig inn í sögubækurnar.

Systurnar eru orðnar 36 ára gamlar en þær byrjuðu að dæma saman er þær voru 13 ára.

Þær voru fyrstu konurnar til þess að dæma á Ólympíuleikunum er þær dæmdu hjá bæði konum og körlum á ÓL í London. Þær voru líka að dæma í Ríó síðasta sumar.

Þær hafa dæmt marga stórleiki og eru vanar að dæma hjá körlum þar sem þær dæma bæði hjá konum og körlum í Frakklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×